Um helgina var haldinn karlaflokkur í Vatnaskógi. Þar koma saman ýmsir Skógarmenn, gefa vinnu sína til staðarins og njóta þess að vera í góðum félagsskap. Meðal annars var unnið að framkvæmdum á nýja matskálanum. Þá var einnig dregið í hinu árlega línuhappdrætti Skógarmanna en þar voru ýmsir veglegir vinningar í boði. Í heildina seldust 564 línur og rennur sala línanna í afmælissöfnunina. Við óskum sigurvegurum til hamingju!
Fyrir dráttinn í línuhappdrættinu var búið að safna fyrir tæplega 10 árum og hafa svo rúmlega 5 ár bæst við. Söfnunin er því núna komið á árið 1939. Erfitt er að nefna það ártal án þess að minnast á síðari heimsstyrjöldina sem að þá hófst, stærsta, hryllilegasta og áhrifamesta stríð mannkynssögunnar. Á stríðsárunum var fyrsti skálinn í Vatnaskógi byggður, en skóflustungan af honum var tekin þann 5. ágúst 1939 og var hann svo vígður fjórum árum síðar, 1. ágúst 1943.
Hér eru nokkrir sögulegir atburðir sem höfðu átt sér stað frá fyrsta flokkinum í Vatnaskógi og til dagsins sem hún er nú komin á (8. febrúar 1939 þegar þessi frétt er skrifuð):
- 16. október 1923 – Walt Disney fyrirtækið stofnað.
- 25. júní 1925 – Skálinn í Kaldárseli vígður.
- 21. apríl 1926 – Elísabet II Englandsdrottning fæðist.
- 11. febrúar 1929 – Vatíkanið fær sjálfstæði frá Ítalíu.
- 26. júní 1930 – 1.000 ára afmæli Alþingis fagnað á Þingvöllum.
- 9. nóvember 1932 – Gúttóslagurinn á sér stað þegar að mótmælendur brjótast inn á bæjarstjórnarfund þar sem átti að lækka laun í atvinnubótavinnu.
- 7. september 1935 – Guðrún Helgadóttur, rithöfundur og stjórnmálamaður, fæddist. Hún skrifaði m.a. um Jón Odd og Jón Bjarna sem flúðu Vatnaskóg eins og frægt er.
- Sumarið 1937 var Vatnskógur lokaður vegna fjárpestar. Í staðinn var farið í Kornahlíð, einnig í Hvalfirðinum.
Skógarmenn þakka kærlega fyrir áframhaldandi stuðning og vilja hvetja ykkur til að halda áfram að fylgja söfnuninni.
Áfram að markinu!