Vatnaskógur er 100 ára!
Við ætlum að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í sögu staðarins.
Í ár verður Vatnaskógur 100 ára.
Í tilefni þess stefna Skógarmenn að því að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í 100 ára sögu staðarins fyrir lok afmælisársins 2023. Skógarmenn eru félagið sem af hugsjónum rekur Vatnaskóg fyrir æsku landsins. Starfið nýtur virðingar og vinsælda og er ekki hagnaðardrifið.
Vatnaskógur er sannkallað ævintýraland sem býður börnum og unglingum tækfæri til að rækta allt í senn líkama, sál og anda. Markmiðið er að börn finni að þau skipti máli og geti ræktað hæfileika sína á skemmtilegan hátt, um leið og þau efla trúarvitund og félagsþroska í fallegri náttúru.
Hundruð sjálfboðaliða
Hundruð sjálfboðaliða leggja starfinu í Vatnaskógi lið árlega og þannig margfaldast hver króna sem rennur til starfsins. Þessi síða var til dæmis gerð af sjálfboðaliðum! Í 100 ár hafa Skógarmenn stöðuglega leitast við að auka gæði starfsins. Við köllum nú eftir stuðningi frá þér eða þínu fyrirtæki til að gera gott starf enn betra. Við og komandi kynslóðir viljum bæta starf Vatnaskógar næstu 100 árin, byggja upp og miðla boðskap sem eflir einstaklinga og veitir tilgang. Til þess treystum við áfram á góðmennsku fólks og sjálfboðavinnu. Þannig förum við áfram að markinu.